Áhugavert blogg

http://www.mindset-habits.com

Markþjálfun einstaklinga

Markþjálfun er aðferðafræði sem hjálpar þeim sem nýtir sér þjónustu markþjálfara að koma auga á markmið sín, ná þeim og njóta. Markþjálfarar sem læra til starfans í nafni Coach U inc. hafa aðgang að gagnabanka sem ætlaður er í einstaklingsþjálfun. Markþjálfun er hvorutveggja; samtal þar sem spurt er spurninga sem hjálpa viðkomandi í gang og verkefni sem lögð eru fyrir, Það auðveldar þeim sem vinnur í sínum málum að fylgja hlutunum eftir og skapa góðan vana.

Þú hefur meiri orku þegar umhverfi þitt er jafnvægi. Heilsa þín, fjármál og sambönd í því ástandi sem gefur þér mest. 

Markþjálfari getur aðstoðað þig við að koma hlutunum á þann stað sem þú óskar. Eitt það verkfæri sem nýtist í markþjálfun og kemur frá Coach U inc. er Clean Sweep Program. Hér að neðan er stytt útgáfa af því.  Nánari upplýsingar gefur Lára lara@oska.is

Stytting á Clean Sweep Program Copyright © 2005 by Coach U. Inc.

                 Hver og einn velur þá þætti sem hann óskar að vinna með, með aðstoð markþjálfara

 


Umhverfi

Mín persónulegu mál tel ég vera í jafnvægi

Skil á persónulegum pappírum eru í góðu lagi

Bílinn minn er í góðu ástandi

Heimili mitt er hreint og vel skipulagt

Tækin á heimilinu eru í góðu standi

Fötin mín eru hrein og á sínum stað

Plöntunum mínum er vel sinnt

Heimilisdýrum er vel sinnt

Búið er um öll rúm á hverjum degi

Ég er ánægð/ur með íbúðina sem ég bý í

Ég vel að hafa fallegt og snyrtilegt í kringum mig

Í bý í því hverfi sem ég kýs

Heilsa

Ég neyti koffíndrykkja lágmarki sem ég kýs

Ég neyti sykurs í því lágmarki sem ég kýs

Ég  hef góða stjórn á sjónvarspáhorfi mínu

Ég hef góða stjórn á drykkju áfengra drykkja

Heilsa tanna er góð og undir eftirliti

Ég læt kanna heilsufar mitt reglulega

Ég reyki ekki

Ég er innan við 10 kg frá kjörþyngd

Neglur mínar og húð eru snyrtileg

Ég nýt útiveru í þeim mæli sem ég kýs

Ég stunda hreyfingu reglulega

Jafnvægi er á milli starfs og einkalífs

                   
                                     Verkefnið gengur einnig út á að vinna með fjármál og samskipti 

Eru breytingar í lífi þínu?


Markþjálfun er aðferðafræði sem getur hjálpað 

einstaklingum varðandi skilnað, atvinnumissi, 

flutninga og annað sem veldur stórum breytingum.  Í 

samtölum gefst þeim sem vill taka á sínum málum 

tækifæri til að komast fyrr að sínu marki, hvort sem 

það er bætt líðan eða opna fyrir ný tækifæri. 

Starfsviðtöl


Ef þú ert í atvinnuleit gæti aðstoð varðandi umsókn 

og viðtal ráðið úrslitum hvort þú hreppir starfið.

Farið er yfir ferilskrá og fylgibréf sé þess óskað. 

Undirbúningur viðtals gengur út á að æfa svör við 

spurningum sem líklega koma upp í viðtali.