Markþjálfun hópa  Group coaching                                                                                                                                                                                                      

Markþjálfun hópa er í grunninn alveg eins og markþjálfun einstaklinga. Eins og í einstaklingssamtali býður markþjálfari hópnum að setja upp dagskrá sem unnið er með. Markþjálfari leggur s.s. ekki upp dagskrá sem er fyrirfram ákveðin. Það sem þessi nálgun gefur fram yfir það að setja upp námskeið með fyrirfram ákveðinni dagskrá er að þátttakendur eiga efnistök. Það hefur áhrif á innri hvöt sem keyrir frekar áfram vilja til að yfirfæra nýja þekkingu yfir á störf, hegðun eða líðan.

Í byrjun biður markþjálfari einstaklinga að skrifa niður helstu áskoranir sínar. Þær eru flokkaðar og settar upp á töflu.  Með hópnum er ákveðið hvaða efnisþættir skulu settir á dagskrá og teknir markvisst fyrir með aðferðafræði markþjálfunar. Markþjálfari bætir inn tæki og tólum eins og við á en markmiðið er að halda aðferðafræði markþjálfunar í heiðri og skila hópnum tvíelfdum til leiks. 

Nánari upplýsingar varðandi markþjálfun hópa gefur Lára lara@oska.is