Fyrirlestrar og markþjálfun á sviði þjónustu og sölu

Efnistök eru unnin út frá áskorunum þátttakenda í starfi og væntingum fyritæksins gagnvart þjónustu og sölu.

Harvard Business Review:

Recognize That You Are Already a Service Company

Many product companies are in the business of delivering services; they just haven’t realized it yet. These companies are missing out on the revenues they could generate simply by charging for what they already do. The first step in expanding a service capability is to make both the company’s managers and its customers aware of the value provided by existing services.

http://hbr.org/2008/05/how-to-sell-services-more-profitably/ar/1# 

Markþjálfun hefur haslað sér völl varðandi starfsþjálfun, hvort sem það er einstaklingsþjálfun eða þjálfun hópa. Ég býð upp á markþjálfun er nefnist „Við erum það sem viðskiptavinurinn upplifir“.

Þjálfunin er ætluð einingum sem sinna þjónustu/sölustörfum. Þjálfunin tekur 1 heilan dag eða tvo hálfa daga.  Þjálfun gengur alfarið út á að skilgreina þarfir viðskiptavina einingarinnar ásamt þjálfun í aukinni skilvirkni þjónustu/söluaðila. Efnistök eru valin eftir þörfum þeirrar einingar sem njóta mun þjálfunar. 

Meðal þess sem boðið er upp á:
• Kauphvati okkar viðskiptavina
• Hvers vegna ætti viðskiptavinur að velja okkur?
• Viðbótarsala á mannlegum nótum
• Tækifæri
• Virði þjónustuaðila, andlit og rödd fyrirtækisins

Hef sinnt þjónustu og sölustörfum sjálf ásamt því að þjálfa á námskeiðum fyrir fólk í sölu og þjónustu.